Erlent

Sagan um Davíð og Golíat hugsanlega sönn

Fornleifauppgröftur í suðurhluta Ísrels hefur leitt í ljós að sagan um Davíð og Golíat í Biblíunni sé hugsanlega sönn. Brot úr leirmunum með nafninu "Golíat" fundust fyrir nokkru í uppgreftinum og eftir að hafa verið rannsakaðir ítarlega segir fornleifafræðingur sem fer fyrir uppgreftinum að fornleifarnar séu líklega frá svipuðum tíma og Golíat er talinn hafa verið uppi, eða um eitt þúsund fyrir Krist. Í Biblíunni segir frá því að hinn smávaxni Davíð hafi sigrað í einvígi við risann Golíat með því að slöngva grjóti í höfuð hans með teygjubyssu sem varð honum að bana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×