Erlent

40 milljónir piparsveina í Kína árið 2020

Ójafnvægi á hlutfalli kynjanna heldur áfram að aukast í Kína vegna þeirrar stefnu stjórnvalda um hjón megi aðeins eignast eitt barn. Nú fæðast 119 strákar á móti hverjum 100 stelpum og árið 2020 má gera ráð fyrir að kínverskir piparsveinar verði allt að fjörtíu milljónir manns. Kínverskir foreldrar kjósa frekar að sitt eina barn verði strákur svo hann geti viðhaldið ættarnafninu og séð um foreldra sína í ellinni. Stjórnvöld hafa heitið aðgerðum til að jafna út hlutföll kynjanna og meðal annars banna fóstureyðingar byggðar á kyni barns og koma á eftirlaunakerfi fyrir fátæk hjón í byggðum landsins sem eiga ekki syni. Kína er fjölmennasta lands heims með um 1,3 milljarða íbúa.
 
 
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×