Erlent

Sáttmálinn samþykktur

Samþykkt!  Angela Merkel greiddi að sjálfsögðu atkvæði með stjórnarsáttmálanum í Berlín í gær.
Samþykkt! Angela Merkel greiddi að sjálfsögðu atkvæði með stjórnarsáttmálanum í Berlín í gær.

Félagar í þýsku kristilegu flokkunum og Jafnaðarmannaflokkinum samþykktu með drjúgum meirihluta stjórnarsáttmála sem forystumenn flokkanna þriggja undirrituðu á föstudag.

Því er ekkert því til fyrirstöðu að Angela Merkel taki við sem nýr kanslari Þýskalands. Hún tekur þó ekki strax við völdum því kjósa þarf hana í embættið í neðri deild þýska sambandsþingsins. Það er þó væntanlega aðeins forms­­atriði og verður gert 22. nóvember næstkomandi. Þá kvaddi Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari, félaga sína í Jafnaðarmannaflokknum með formlegum hætti í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×