Erlent

Bændur mótmæla

Tugir manna slösuðust þegar til átaka kom á milli bænda og óeirðalögreglu við þinghúsið í Seúl í Suður-Kóreu í dag.

Bændur otuðu bambusstöngum að lögreglunni en við þinghúsið söfnuðust þeir saman til að mótmæla viðskiptastefnu stjórnvalda. Varðist lögreglan æstum mótmælendum með vatnsbyssum. Mótmældi bændanna beindust fyrst og fremst gegn lagafrumvarpi suður-kóresku stjórnarinnar sem vill opna að stóru leyti hrísgrjónamarkaðinn í landinu fyrir innflutningi í samræmi við samkomulag sem stjórnin gerði við Heimsviðskiptastofnunina í fyrra. Samkvæmt samningnum verður öllum innflutningshöftum á hrísgrjón aflétt árið 2014. Stjórnvöld ætla að greiða hrísgrjónabændum bætur vegna aðgerðanna, en bændur segjast munu halda mótmælaaðgerðum áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×