Erlent

Ætlaði að fremja sjálfsmorðsárás í Amman

Írösk kona, sem er grunuð um að hafa ætlað að taka þátt í sjálfsmorðssprengjuárásinni í Amman, höfuðborg Jórdaníu í vikunni, en án árangurs, viðurkenndi brot sitt í ríkissjónvarpi Jórdaníu í gær. Að sögn lögreglu var konan gift einum sjálfsmorðssprengjumannanna sem sprengdu sig og segir lögregla að hún hafi ætlað að fyrirfara sér með þessum hætti. Sprengjuárásirnar voru þrjá talsins og voru þær sprengdar á sama tíma á þremur hótelum í borginni. Alls féllu 57 manns í árásunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×