Erlent

Hundar finna lyktina af krabbameini

Hundar kunna að skipta sköpum í rannsóknum á krabbameini í framtíðinni. Nýlegar rannsóknir í Noregi benda til þess að þeir geti fundið lyktina af krabbameini og þefað það uppi hjá fólki með ótrúlegri nákvæmni.

Hundar eru ýmsum hæfileikum gæddir. Þeir geta leitað uppi látið fólk eða eiturlyf, og hafa oft bjargað mannslífum. Nýlegar rannsóknir í Noregi benda til þess að hundar geti einnig fundið lyktina af krabbameini sem hrjáir fólk, en í um tíu þúsund tilraunum, sem gerðar hafa verið, reyndust hundar hafa rétt fyrir sér um slíkt, í níutíu og níu komma þremur prósenum tilfella. Hundaþjálfari í Þrándheimi fullyrðir að hundar geti meðal annars fundið lykt af krabbameini í blöðruhálskirtli, brjóstum, lungum og í húð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×