Erlent

Fangelsisvist og hýðing fyrir að ræða önnur trúarbrögð

Kennari í Sádi-Arabíu hefur verið dæmdur til að sæta fjörutíu mánaða fangelsisvist og 750 svipuhöggum opinberlega fyrir að ræða Biblíuna og tala vel um gyðingatrú í kennslustund. Auk þess bannaði hann nemendum að þvo sér fyrir bænir eins og venja er hjá múslímum. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Sádi-Arabíu er íslamstrúar og er bannað með lögum að iðka önnur trúarbrögð opinberlega í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×