Erlent

Hlupu upp á toppinn á Sears-turninum

Það eru 2109 þrep úr andyrinu á Sears-turninum í Chicago og upp á útsýnispallinn á 103. hæð. Í gærmorgun ákváðu ríflega þúsund manns að taka ekki lyftuna heldur fara upp stigann og það hlaupandi. Allt er þetta reyndar gert í góðgerðaskyni því verið er að safna fé fyrir krabbameinsrannsóknarstofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×