Erlent

Kosningar í Danmörku í dag

MYND/Vísir

Kosningar til sveitarstjórna í Danmörku hófust klukkan níu í morgun. Jafnaðarmaður verður að öllum líkindum borgarstjóri enn eitt árið.

Ef marka má skoðanakannanir verður jafnaðarmaðurinn Ritt Bjerregård næsti borgarstjóri Kaupmannahafnar. Í dag verður kosið til 98 bæjar-, hverfis- og borgarráða og í fimm stórar héraðsstjórnir. Jafnaðarmenn hafa setið í stóli borgarstjóra Kaupmannahafnar allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og virðist sem lítil breyting verði þar á ef marka má kannanir þessar. Bjerregård hefur bæði gegnt embætti ráðherra og setið á Evrópuþinginu og ef fer sem horfir bætist borgarstjórastóllinn á ferilskrána hans fljótlega. Yfir fjórar milljónir manna munu vera á kjörskrá. Danska þingið samþykkti fyrr á þessu ári að fækka sveitarfélögum úr 271 í 98 til þess að auka skilvirkni þeirra. Fjórtán héraðsstjórnum var fækkað í fimm, en þær fara einkum með heilsugæslumál. Hið nýja stjórnskipulag mun taka gildi þann fyrsta janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×