Erlent

Tólf létust í átökum í Sómalíu

Að minnsta kosti tólf létust og 21 særðist í átökum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, um helgina. Átökin eru sögð hafa blossað upp eftir að hópur íslamskra ofstækismanna reyndi að loka kvikmyndahúsum og myndbandaleigum vegna þess að vestrænar og indverskar myndir voru þar til sýninga sem skæruliðarnir telja sýna ósiðlegt athæfi. Í sumum hverfum borgarinnar flúði fólk heimili sín í hrönnum vegna átakanna. Að minnsta kosti eitt barn er sagt hafa særst í átökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×