Erlent

Líklegt að stríð brjótist út

Yfirvöld í Eþíópíu hafa styrkt hervarnir sínar við landamæri Erítreu vegna hugsanlegra átaka þjóðanna tveggja sem óttast er að brjótist út á næstu dögum.

Her Eþíópíumanna hefur grafið langa skurði meðfram landamærunum. Þá hafa verið gerðar skotgrafir en búist er við að stríð brjótist út hvað úr hverju. Það yrði þó ekki í fyrsta skipti sem stríð brýst út á milli þessara tveggja þjóða en tugir þúsundir féllu á árunum 1998 og 2000 þegar þjóðirnar tvær deildu um landamærin.

Þrátt fyrir mikinn óróa hafa yfirvöld í Eþíópíu lýst því yfir að þau munu ekki gera árás fyrst og að hermennirnir hafi einvörðungu verið færðir að landamærunum í varnarskyni en öryggissvæði undir stjórn Sameinuðu þjóðanna aðskilur löndin. Sameinuðu þjóðirnar eru mjög efins um þessar fullyrðingar ríkissjórnarinnar. Ef stríðsástand brýst út er búist við enn verri endalokkum en þegar síðustu átök landanna, fyrir fimm árum, brutust út en þá var landamærabærinn Zalambassa nánast lagður í rúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×