Erlent

Læknaðist af HIV veirunni?

Andrew Stimpton, 25 ára gamall Breti sem greindist með HIV veiruna árið 2002 síðan er nú skyndilega orðinn eitt mest spennandi viðfangsefni læknavísindanna. Ástæðan er sú að samkvæmt nýjustu blóðprufum er hann ekki lengur sýktur af veirunni illskæðu og virðist með öllu læknaður.

Læknar hafa staðfest annarsvegar að hann hafi á sínum tíma greinst með veiruna og hinsvegar að í nýjustu blóðprufum finnist ekki snefill af henni. Þeir þora hinsvegar ekki að staðfesta að Andrew sé læknaður með öllu. Læknar keppast nú við að hvetja Andrew til þess að undirgangast frekari rannsóknir og sjálfur segir Andrew að þeirri hugsun hafi skotið upp í kollinum á honum að hugsanlega beri hann með sér lausn á þessum alheimsvanda. Hann er hins vegar enn sem komið er tregur til þess að verða sérlegt viðfangsefni vísindamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×