Erlent

Vill ekki starfa með Sinn Fein

Myndar ekki stjórn. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, mun eins og málin standa í dag ekki mynda stjórn ásamt Bertie Ahern, leiðtoga stærsta flokks írlands, Fianna Fail.
Myndar ekki stjórn. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, mun eins og málin standa í dag ekki mynda stjórn ásamt Bertie Ahern, leiðtoga stærsta flokks írlands, Fianna Fail.

Forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern, gaf það út í gær að hann myndi ekki hefja stjórnarmyndun með Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins, eftir næstu kosningar. Kosningar verða í Írlandi árið 2007 en nú þegar hefur Ahern útilokað þennan möguleika.

Ahern segir að það séu ekki tengsl Sinn Fein við IRA sem útiloki samstarf heldur sé það hin vinstri sinnaða efnahagsstefna flokksins sem geri það að verkum að flokkur Aherns, Fianna Fail, geti ekki starfað með Sinn Fein. Fimm menn Sinn Fein sitja á þinginu í Dublin en þeir vonast til að rúmlega tvöfalda þann fjölda í næstu kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×