Erlent

Brasilískir hermenn pynta undirmenn sína

Myndbandsupptaka af pyntingum brasilískra hermanna á undirmönnum sínum hafa valdið miklum óhug þar í landi. Á myndbandinu sjást yfirmenn meðal annars brenna eyru undirmanna sinna með straujárni og gefa þeim rafstuð í magann. Brasilíski herinn hefur hafið rannsókn á málinu. Ernani Lunardi Filho, yfirmaður hersveitar, sagði í samtali við brasilíska fjölmiðla að herinn fordæmi atvikið. Hann sagði þetta einangrað tilfelli, sem fæli eingöngu í sér liðþjálfa að gera öðrum liðþjálfum grikk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×