Erlent

Rændi stúlku eftir að hafa myrt foreldra hennar

14 ára stúlku er leitað eftir að foreldrar hennar voru myrtir á heimili þeirra í Pensilvaníu í Bandaríkjunum í gærmorgun. Talið er að kærasti stúlkunnar hafi myrt foreldra hennar en ekki er vitað með vissu hvort stúlkan hafi farið með stráknum sjálfviljug eða hvort hann hafi numið hana á brott. Yngsti sonur hjónanna náði að flýja til nágranna þeirra til að tilkynna um morðið á foreldrum sínum. Þrjú eldri systkini stúlkunnar sakaði ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×