Erlent

Handsprengju kastað inn í verslun

Tvö börn og einn maður létust eftir að handsprengju var kastað inn í verslun í Bogota, höfuðborg Kólumbíu í gær. Maðurinn sem lést var þekktur íþróttafréttamaður í útvarpi. Þá særðust tveir til viðbótar í árásinni en enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér og hefur enginn verið handtekinn. Málið hefur valdið gíurlega reiði í landinu en rannsókn stendur nú yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×