Erlent

Vill endurvekja friðarumræður í Miðausturlöndum

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hyggst endurvekja friðarviðræður í Miðausturlöndum en í gær hitti Condoleeza Rice, Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins.  Rice vildi lítið tjá sig þegar hún var spurð að því hvað henni fyndist um stefnu Ísraela sem gengur út á að myrða leiðtoga uppreisnarmanna í Palestínu. Sagði hún einungis að Ísraelar hefðu skyldum að gegna gagnvart friðarferlinu í Miðausturlöndum. Síðar í ferð sinni hittir hún Mahmud Abbas, leiðtoga Palestíumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×