Erlent

Breskar konur ofbeldishneigðar

Sífellt fleiri konur berja eiginmenn sína, samkvæmt breska blaðinu Independent on Sunday. Samkvæmt blaðinu segja sálfræðingar ofdrykkju og fíkniefnaneyslu kvenna hafa aukist hratt og leysi úr læðingi ofbeldishneigð hjá sumum. Fá ýmis réttindasamtök allt að 25 símtöl á dag þess efnis að karlmenn séu lamdir heima hjá sér og fari fjölgandi. Sérfræðingar segja almenning sýna karlmönnum þó litla samúð og að yfirleitt sé hlegið að þeim og hæðst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×