Erlent

Úrkomumet í Björgvin í gær

MYND/AP

Úrkomumet var slegið í Björgvin í Noregi í gær, en þá mældist úrkoma frá því klukkan sjö á sunnudagskvöldið til klukkan sjö í gærkvöld 134,2 millímetrar. Gamla metið í bænum var frá árinu 1917 og var 122 millímetrar. Gríðarlega úrkoma var víða á vesturströnd Noregs í gær og mældist hún mest í Takle í Sogn- og Fjarðafylki en þar var úrkoman 198,5 millímetrar á sólarhring. Fjöldi aurskriða féll á vesturströndinni og lést verkamaður þegar skriða hreif með sér hús skammt frá Björgvin. Þá komust um tíu þúsund manns hvorki lönd né strönd þar sem aurskriður höfðu fallið á 35 vegi. Samkvæmt veðurspám á hins vegar að stytta upp í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×