Erlent

Stjórnarsáttmáli samþykktur í Þýsklalandi

Angela Merkel var brosmild í dag þegar kristilegir demókratar samþykktu nýgerðan stjórnarsáttmála við jafnaðarmenn. Hún tekur á næstunni við embætti kanslara Þýskalands fyrst kvenna.
Angela Merkel var brosmild í dag þegar kristilegir demókratar samþykktu nýgerðan stjórnarsáttmála við jafnaðarmenn. Hún tekur á næstunni við embætti kanslara Þýskalands fyrst kvenna.

Félagar í bæði Jafnaðarmannaflokknum og Kristilega sósíalsambandinu, systurflokki Kristilegra demórkata í Þýskalandi, hafa samþykkt með miklum meirihluta stjórnarsáttmála sem forystumenn flokkanna þriggja undirrituðu á föstudag. Fyrr í dag samþykktu kristilegir demókratar sáttmálann og því er ekkert því til fyrirstöðu að Angela Merkel taki við sem nýr kanslari Þýskalands. Hún tekur þó ekki strax við völdum því kjósa þarf hana í embættið í neðri deild þýska þingsins. Það er þó væntanlega aðeins formsatriði og verður gert 22. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×