Erlent

Mótmælendur að róast

Mynd/AP
Evrópusambandið hefur samþykkt að leggja til tæpa fjóra milljarða króna, til aðstoðar Frökkum vegna daglegra óeirða þar í landi síðustu 18 daga. Þó kveikt hafi verið í bílum í að minnsta kosti þremur borgum í landinu í nótt, segja yfirvöld óeirðir hafa farið minnkandi og líti út fyrir að mótmælendur séu að róast en Evrópusambandið hefur samþykkt að verja um 70 milljörðum króna til uppbyggingar á svæðum þar sem innflytjendur búa. Tæplega níu þúsund bílar hafa verið eyðilagðir í óeirðunum og meta tryggingafélög í Frakklandi tjón vegna þeirra upp á tæpa fimmtán milljarða króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×