Erlent

Enn betri 747

Samkeppni flugvélarisanna Boeing og Airbus harðnar stöðugt og virðist sem ekkert lát ætli að verða á framleiðslu nýrra flugvéla.

Framleiðsla á stærri og sparneytnari gerð hinnar þekktu 747 júmbóþotu er hafin og heitir nýja vélin 747-8. Samkeppni flugvélaframleiðandans bandaríska við franska flugvélaframleiðandann Airbus harðnar stöðugt og keppast fyrirtækin sífellt við að toppa hvor annan. Sérfræðingar segja vél þessa muni bæta stöðu Boeing í samkeppninni við Airbus og tryggja áframhaldandi smíði þessarar sögufrægu flugvélar. Og ekki vantar áhugann á markaðinum, því pantanir eru strax farnar af stað. Boeing tilkynnti í gærkvöld að flugfélagið Cargolux hafi pantað tíu fraktvélar af nýju gerðinni. Þá hefur félagið þegar gert kaupréttarsamning að tíu vélum til viðbótar. Og fleiri virðast spenntir fyrir nýju flugvélunum því japanski flugrisinn Nippon Cargo Airlines hefur einnig pantað átta vélar og einnig gert kauprétt á sex í viðbótar. Airbus hefur á undanförnum árum verið í mikilli sókn og virtist á tímabili sem Boeing væri að verða undir í baráttunni. Þeir hafa þó tekið sig á og segja sérfræðingar að ljóst sé að báðir risanir séu komnir til að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×