Fleiri fréttir

Framlög til þróunarsamvinnu við Srí Lanka þrefölduð

Fiskveiðifloti Srí-Lankamanna þurrkaðist nánast út í hamförunum á dögunum og tekið getur allt upp í áratug að rétta hag þjóðarinnar á ný. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja 75 milljónum króna til þróunarsamvinnu á Srí Lanka. </font /></b />

Ekki hægt að kjósa alls staðar

Það verður ekki hægt að kjósa alls staðar í Írak þann 30. janúar. Þetta sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, í gær. Skiptir þá engu þótt fimmtíu þúsund hermönnum verði bætt við öryggissveitir Íraka fram að kosningunum.

Þrír látnir á Bretlandseyjum

Þrír hafa farist í miklu óveðri sem gekk inn á norðanverðar Bretlandseyjar í nótt. Víða hafa raflínur rofnað og eru tugir þúsunda manna án rafmagns og víða er varað við flóðahættu á Englandi, í Wales og Skotlandi. Veðurhamurinn náði líklega hámarki nú í morgun og fer vindhraðinn upp í fjörutíu metra á sekúndu.

Varað við aðgerðum uppreisnarmanna

Ríkisstjórn Indónesíu hefur ítrekað viðvaranir sínar um að hjálparstarfsmenn á Ache-héraði kunni að vera í hættu vegna aðgerða uppreisnarmanna. Þrátt fyrir að helsti hópur uppreisnarmanna í landinu segist ekki ætla að ráðast á hjálparstarfsmennina hafa þeim eigi að síður borist hótanir undanfarna daga.

Þjóðaratkvæði um stjórnarskrá ESB

Spænska þingið samþykkti í gær einróma að vísa stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Spánverjar verða þar með fyrstir Evrópuþjóða til þess að greiða atkvæði um stjórnarskrána sem á að gera stofnanir Evrópusambandsins skilvirkari.

David Beckham til liðs við UNICEF

Nýskipaður velgjörðarsendiherra UNICEF, David Beckham, mun taka þátt í sjónvarpsherferð Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til stuðnings fórnarlömbum flóðanna í löndunum við Indlandshaf.

Einn lést í árás á herjeppa á Gasa

Stefna hins nýja forseta Palestínu varð fyrir áfalli í morgun þegar palestínskir byssumenn gerðu ísraelskum herjeppa fyrirsát í grennd við landnemabyggð gyðinga á Gasaströndinni. Þeir drápu einn landnema og særðu þrjá hermenn.

Eiturlyfjum smyglað í hundum

Fíkniefnabarónar í Kólumbíu eru farnir að nota gæludýr til þess að koma varningi sínum á milli landa. Fíkniefnunum er troðið inn í dýrin.

Vilja að Annan sæti ábyrgð

Bandaríkjamenn hafa ítrekað kröfu sína um að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, verði dreginn til ábyrgðar fyrir stjórnleysið sem einkenndi framkvæmd Sameinuðu þjóðanna á samkomulaginu um að Írakar fengju að selja olíu fyrir mat og aðrar nauðsynjar.

Koma sér fyrir á hættulegu svæði

Fórnarlömb flóðbylgjunnar á Srí Lanka eru nú að snúa aftur til síns heima, stjórnvöldum til mikils ama. Fólkið kemur sér á ný fyrir á svæði sem talið er stórhættulegt. Ofgnótt er af sumum neyðarvarningi en annan sárvantar.

Rasmussen hyggst boða til kosninga

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hyggst boðað til kosninga í næsta mánuði eða níu mánuðum á undan áæltun. Rasmussen mun vilja nýta þann meðbyr sem skoðanakannanir sýna að flokkur hans, Venstre, hafi nú.

Viðvörunarbúnaður til í júní 2006

Sameinuðu þjóðirnar áætla að viðvörunarbúnaður vegna flóðbylgna verði kominn í gagnið fyrir júní 2006 í löndunum við Indlandshaf. Talið er að ef slíkur búnaður hefði verið í löndunum, þar sem flóðbylgjan á annan dag jóla reið yfir, hefði mátt bjarga mörgum þúsundum manna, en um 156 þúsund létust í hamförunum.

Búist við að kosningum verði flýtt

Búist er við því að Anders Fogh Rasmussen boði til þingkosninga fljótlega þó að níu mánuðir séu enn eftir af kjörtímabili þingmanna.

Milljónir í brotajárn

Litlu munaði að norskur banki yrði nokkrum milljónum króna fátækari þegar verið var að taka gamla hraðbanka úr umferð og senda þá í brotajárn og bræðslu.

Aldrei minni stuðningur við innrás

Innrásin í Írak hefur aldrei notið minni stuðnings meðal Breta en nú um stundir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Populus. Einungis 29 prósent aðspurðra sögðu það hafa verið rétta ákvörðun að steypa Saddam Hussein af stóli. Í apríl 2003, skömmu eftir fall einræðisherrans, voru 64 prósent Breta þessarar skoðunar.

Ekki hægt að kjósa alls staðar

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks, hefur í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að ekki verði hægt að kjósa á nokkrum stöðum í Írak vegna óaldarinnar sem ríkir þar.

Best að treysta á heimamenn

Ríki og samtök sem leggja fram fé til neyðarhjálpar í Asíu í kjölfar náttúruhamfaranna þar ættu frekar að verja því í vel þjálfaðar sveitir heimamanna en að senda erlendar hjálparsveitir á vettvang. Þetta sögðu talsmenn Rauða krossins í gær og sögðu að vel þjálfaðir heimamenn væru betur til þess fallnir að bjarga lífum en aðkomumenn.

Fimm létust í átökum

Fimm létu lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna í gær, þeim fyrstu eftir kjör Mahmoud Abbas sem eftirmanns Jassers Arafats.

Mannskætt óveður á Bretlandseyjum

Þrír létust þegar stormur gekk yfir norðanvert Bretland og Norður-Írland í fyrrinótt og gærdag. Vindurinn reif tré upp með rótum og felldi símastaura. Mestur mældist vindurinn á Vestureyjum Skotlands og náði 198 kílómetra hraða í hvössustu hviðunum í Skotlandi. 60 þúsund Skotar voru rafmagnslausir af völdum óveðursins.

Verstu skógareldar í tvo áratugi

Níu hafa látið lífið og sex er saknað í kjölfar verstu skógarelda sem geisað hafa í Ástralíu síðustu tuttugu árin. Átta fórnarlambanna létust þegar kviknaði í bílum sem þau reyndu að flýja í. Tvö börn, tveggja og fjögurra ára, eru yngst þeirra sem hafa látist af völdum skógareldanna.

Hætta leit að gereyðingarvopnum

Bandaríkjamenn hafa hætt leitinni að gereyðingarvopnum í Írak og bar hún engan árangur. Starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, sem stjórnaði leit að vopnunum, er nú kominn aftur til síns heima. Eftir er að fara yfir skjöl sem fundust í Írak en ekki er búist við að þau breyti miklu um niðurstöðuna.

Hættir leit að gjöreyðingarvopnum

Bandaríkjamenn eru hættir leit sinni að gjöreyðingarvopnum í Írak. Þetta hafa bandarískir embættismenn staðfest við fréttamenn CNN og BBC sjónvarpsstöðvanna. Áfram verður þó farið í gegnum skjöl sem meðlimir þeirrar sveitar sem leitað hafa að gjöreyðingarvopnum hafa undir höndum.

Breiðþota Atlanta flytur birgðir

Hundruð tonna af hjálpargögnum berast daglega til flóðasvæðanna í Asíu. Breiðþota frá flugfélaginu Atlanta tekur þátt í flutningunum en hún flýgur með birgðir til Srí Lanka.

Evrópuþing samþykkir stjórnarskrá

Evrópuþingið í Strassborg samþykkti í dag fyrstu stjórnarskrá Evrópusambandsins. Andstaða við stjórnarskrána er hins vegar mikil í mörgum aðildarríkjunum og alls óvíst að þau samþykki hana.

Búist við að ísjakar skelli saman

Útlit er fyrir að tveir risastórir borgarísjakar rekist hvor á annan  við suðurskautið á næstu dögum. Enginn veit með vissu hvað þá gerist. Annar borgarísjakinn, sem gengur undir nafninu B-15A, er stærsti ísjaki sem nokkru sinni hefur verið mældur. Hann er um 160 kílókmetrar að lengd, 35 kílómetrar á breidd og vegur líklega nokkrar milljónir tonna.

Gríðarmikil aurskriða í Kaliforníu

Gríðarmikil aurskriða féll yfir nokkur hús í suðurhluta Kaliforníufylkis í gær með þeim afleiðingum að tveir létust og að minnsta kosti tólf slösuðust. Skriðan reif með sér tré og runna og skemmdi á annan tug húsa og fjölda bíla. Björgunarsveitir kemba nú svæðið í leit að fólki sem kann að hafa grafist undir í leðjunni.

Júsjenkó lýstur sigurvegari

Viktor Júsjenkó hefur formlega verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Úkraínu sem fram fóru á annan dag jóla. Yfirkjörstjórn í Úkraínu hefur staðfest að Júsjenkó hafi hlotið rétt tæp 52% atkvæða en keppinautur hans, Viktor Janúkovítsj, hafi hlotið rúmlega 44%.

Sex lögreglumenn fórust

Sex írakskir lögreglumenn fórust og margir særðust, þar af sumir lífshættulega, þegar bílsprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Skæruliðar gera nú harða hríð að írökskum lögreglumönnum í tilraun sinni til að hafa truflandi áhrif á þingkosningar í landinu um mánaðamótin.

Abbas réttir sáttarhönd

Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínu, hefur þegar lýst því yfir að hann vilji rétta Ísraelsmönnum sáttarhönd og hefja friðarviðræður á nýjan leik. Bush Bandaríkjaforseti hefur boðið Abbas að koma í Hvíta húsið til viðræðna, nokkuð sem Jassir sáluga Arafat var aldrei boðið.

Löglegar aðgerðir í Abu Ghraib

Lögmaður eins hermannanna bandarísku, sem ákærðir eru fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak, segir ekkert ólöglegt við aðgerðir hermannanna. Skjólstæðingur hans, Charles Graner, er meðal annars sakaður um að hafa skipað föngum að leggjast allsberir hver ofan á annan og að hafa haft þá í hundaól.

Ótryggt ástand í Aceh-héraði

Stjórnvöld í Indónesíu hafa bannað hjálparstarfsmönnum að fara án sérstaks leyfis inn á nokkur svæði í Aceh-héraði sem hafa orðið illa úti í hamförunum á annan dag jóla. Herinn segist ekki geta tryggt öryggi fólksins en í Aceh-héraði hefur undanfarna áratugi staðið yfir blóðug barátta stjórnarhersins og sjálfstæðissinna í héraðinu.

Enginn póstur mánuðum saman

Íbúar Ascenion-eyja í Suður-Atlantshafi hafa nánast engan póst fengið síðan í október. Eyjan heyrir undir Bretland en póstþjónustan þar í landi hefur sent póstinn af misgáningi til Suður-Ameríku, m.a. til höfuðborgar Paragvæ sem heitir Assuncion.

Vilja 400 milljarða í hjálparstarf

Sameinuðu þjóðirnar vilja að þjóðir heims leggi fram sem svarar 400 milljörðum íslenskra króna til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Asíu. Þegar hafa safnast rúmlega 250 milljarðar. Rætt verður í dag hvernig fénu er best varið og hvernig hægt verði að tryggja að það renni raunverulega til hjálparstarfs.

Aðallega þörf á peningum

Enginn skortur er á hjálpargögnum eða hjálparstarfsmönnum á hamfarasvæðunum á Indónesíu. Fyrst og fremst er þörf á peningum til framtíðaruppbyggingar á hamfarasvæðunum segir Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins.

Sharon ræddi við Abbas

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hringdi fyrr í dag í Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseta Palestínu, til að óska honum til hamingju með sigurinn í kosningunum á sunnudag. Að sögn palestínsks ráðamanns ræddu þeir saman í um tíu mínútur en hann vildi ekki láta uppi hvert umræðuefnið var.

Bretunum sleppt frá Guantanamo

Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi fá því í dag að ákveðið hefði verið að sleppa fljótlega síðustu fjórum Bretunum, og einum Ástrala, sem verið hafa í haldi í hinu alræmda fangelsi í Guantanamo á Kúbu. Mennirnir hafa verið í haldi vegna gruns um aðild að hryðjuverkjum en það er loks nú, eftir margra mánaða samningaþóf, sem þeim verður sleppt.

Nýr heimavarnarráðherra BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag Michael Chertoff í embætti heimavarnarráðherra í stað Toms Ridge. Chertoff hefur starfað sem dómari við bandarískan áfrýjunardómstól og meðal annars tekið þátt í að móta stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart hryðjuverkum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York og Washington 11. september 2001.

Litlu þorpin verða útundan

Mikil áhersla er lögð á að koma ferðamannastöðum á Taílandi í samt lag sem fyrst. Í litlu þorpunum í kring, þar sem engir ferðamenn koma, vinna íbúarnir hins vegar þrekvirki upp á eigin spýtur við að endurreisa þorp sín með lítilli hjálp þar sem hún beinist öll að vinsælu fjölförnu stöðunum.

Veit ekki um afdrif margra vina

Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni.

Metútgjöld til heilbrigðismála

Bandaríkjamenn hafa aldrei varið hærra hlutfalli af þjóðartekjum í heilbrigðismál en árið 2003. Alls vörðu þeir 1,7 billjónum dollara, andvirði um 108 billjóna (með tólf núllum) króna. Þetta nemur 15,3% af vergri þjóðarframleiðslu og er það í fyrsta skipti sem útgjöld til heilbrigðismála fara yfir fimmtán prósent af vergri þjóðarframleiðslu.

Forsetinn brást þjóð sinni

Levy Mwanawasa, forseti Afríkuríkisins Sambíu, sagðist í viðtali við BBC hafa brugðist þjóð sinni. Hann ætlar þó ekki að segja af sér. "Því miður gerðu Sambíumenn mistök með því að kjósa mig forseta, þeir sitja uppi með mig," sagði hann í viðtalinu.

Abbas og Sharon ætla að hittast

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti heimastjórnar Palestínu, ræddust í gær við í síma og samþykktu að funda saman innan skamms. Þó engin dagsetning hafi verið ákveðin er búist við því að fundur þeirra verði haldinn innan hálfs mánaðar.

Helftin sátt við Bush

Naumur meirihluti Bandaríkjamanna er sáttur við frammistöðu George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir CNN og dagblaðið USA Today. 52 prósent eru ánægð með frammistöðu hans en 44 prósent óánægð.

Brown vinsælli en Blair

Fylgi breska Verkamannaflokksins myndi aukast verulega ef Gordon Brown fjármálaráðherra tæki við leiðtogahlutverkinu af Tony Blair forsætisráðherra. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem gerð var fyrir dagblaðið The Independent og birt var í gær.

Sjá næstu 50 fréttir