Erlent

Júsjenkó lýstur sigurvegari

Viktor Júsjenkó hefur formlega verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Úkraínu sem fram fóru á annan dag jóla. Yfirkjörstjórn í Úkraínu hefur staðfest að Júsjenkó hafi hlotið rétt tæp 52% atkvæða en keppinautur hans, Viktor Janúkovítsj, hafi hlotið rúmlega 44%. Júsjenkó mun taka við embættinu um næstu helgi, ef ekki verða frekari tafir vegna andmæla frá Janúkovítsj. Liðsmenn hans segjast sannfærðir um að kosningarnar hafi verið ólöglegar og hyggjast halda málaferlum áfram. Hæstiréttur Úkraínu hefur hins vegar í tvígang hafnað kröfu Janúkovítsj um að ógilda úrslit kosninganna og ólíklegt að breyting verði þar á héðan af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×