Erlent

Mannskætt óveður á Bretlandseyjum

Þrír létust þegar stormur gekk yfir norðanvert Bretland og Norður-Írland í fyrrinótt og gærdag. Vindurinn reif tré upp með rótum og felldi símastaura. Mestur mældist vindurinn á Vestureyjum Skotlands og náði 198 kílómetra hraða í hvössustu hviðunum í Skotlandi. 60 þúsund Skotar voru rafmagnslausir af völdum óveðursins. Um tíma var óttast um afdrif nítján skipverja spænsks togara sem var saknað en hann fannst í gær. Mikið óveður gekk yfir Noreg í gær. Víða á vesturströndinni flæddi sjór um götur bæja og borga og inn í hús, meðal annars í Björgvin og Álasundi. Vindurinn mældist mestur 37 metrar á sekúndu í hviðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×