Erlent

Milljónir í brotajárn

Litlu munaði að norskur banki yrði nokkrum milljónum króna fátækari þegar verið var að taka gamla hraðbanka úr umferð og senda þá í brotajárn og bræðslu. Talsverður peningur var enn eftir í einum hraðbankanum þegar starfsmenn fyrirtækisins sem áttu að eyða hraðbönkunum komu til að sækja hann. Að því er fram kemur í blaðinu Romsdals Budstikke varð ruglingur í því hvenær átti að sækja hraðbankann og þurfti öryggisvörður bankans að elta flutningamennina uppi til að bjarga peningunum. Upphæðin liggur ekki fyrir en sagt er að fyrir hana hefði mátt kaupa einbýlishús, fara í lúxusferðalag og eiga drjúga fjárhæð eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×