Erlent

Vilja að Annan sæti ábyrgð

Bandaríkjamenn hafa ítrekað kröfu sína um að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, verði dreginn til ábyrgðar fyrir stjórnleysið sem einkenndi framkvæmd Sameinuðu þjóðanna á samkomulaginu um að Írakar fengju að selja olíu fyrir mat og aðrar nauðsynjar. Bandaríkjamenn studdu framkvæmdastjórann í þessu máli á sínum tíma en segja nú að spilling og stjórnleysi hafi riðið þar röftum og fyrir það verði Annan að svara. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ekki sé enn ljóst hvort þarna hafi verið stunduð hreinræktuð glæpastarfsemi en stjórnunin hafi verið fyrir neðan allar hellur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×