Erlent

Aldrei minni stuðningur við innrás

Innrásin í Írak hefur aldrei notið minni stuðnings meðal Breta en nú um stundir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Populus. Einungis 29 prósent aðspurðra sögðu það hafa verið rétta ákvörðun að steypa Saddam Hussein af stóli. Í apríl 2003, skömmu eftir fall einræðisherrans, voru 64 prósent Breta þessarar skoðunar. 53 prósent sögðu það hafa verið ranga ákvörðun að beita hervaldi í Írak og er það tvöfalt hærra hlutfall en í apríl 2003, þegar 24 prósent töldu rangt að beita hervaldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×