Erlent

Hætta leit að gereyðingarvopnum

Bandaríkjamenn hafa hætt leitinni að gereyðingarvopnum í Írak og bar hún engan árangur. Starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, sem stjórnaði leit að vopnunum, er nú kominn aftur til síns heima. Eftir er að fara yfir skjöl sem fundust í Írak en ekki er búist við að þau breyti miklu um niðurstöðuna. Umræddur leyniþjónustumaður skilaði bráðabirgðaskýrslu í september þar sem sagði að engin gereyðingarvopn hefðu verið til í Írak fyrir innrás Bandaríkjamanna. Búist er við að lokaskýrsla hans verði á sömu leið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×