Erlent

Þjóðaratkvæði um stjórnarskrá ESB

Spænska þingið samþykkti í gær einróma að vísa stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Spánverjar verða þar með fyrstir Evrópuþjóða til þess að greiða atkvæði um stjórnarskrána sem á að gera stofnanir Evrópusambandsins skilvirkari. Ekki er talin vanþörf á því eftir að aðildarþjóðum fjölgaði í tuttugu og fimm í maí síðastliðnum. Bæði ríkisstjórnarflokkur Joses Luis Zapateros forsætisráðherra og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn ætla að hvetja almenning til þess að samþykkja stjórnarskrána.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×