Erlent

Ekki hægt að kjósa alls staðar

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks, hefur í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að ekki verði hægt að kjósa á nokkrum stöðum í Írak vegna óaldarinnar sem ríkir þar. "Það verða vissulega nokkur afmörkuð svæði sem geta ekki tekið þátt í kosningunum af þessum sökum, en við teljum að það verði ekki víða," sagði Allawi og vísaði til þess að óvinveittir vígahópar reyndu að koma í veg fyrir framkvæmd kosninganna. Lítið hefur verið um kosningaundirbúning í Anbar-héraði sem liggur vestur af Bagdad og nær til jórdönsku, sýrlensku og sádi-arabísku landamæranna. Sömu sögu er að segja af borginni Mosul í norðurhluta landsins. Árásum vígamanna fer fjölgandi í höfuðborginni Bagdad og er talið að íbúar í nokkrum hverfum sem hafa orðið verst fyrir barðinu á árásum kunni að veigra sér við að fara á kjörstað. Jórdanski sendiherrann í Bandaríkjunum er öllu svartsýnni en Allawi og varaði við því að 40 prósent Íraka gætu ekki kosið. "Þetta vekur spurningar um réttmæti kosninganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×