Erlent

Viðvörunarbúnaður til í júní 2006

. Sameinuðu þjóðirnar áætla að viðvörunarbúnaður vegna flóðbylgna verði kominn í gagnið fyrir júní 2006 í löndunum við Indlandshaf. Talið er að ef slíkur búnaður hefði verið í löndunum, þar sem flóðbylgjan á annan dag jóla reið yfir, hefði mátt bjarga mörgum þúsundum manna, en um 156 þúsund létust í hamförunum. Það mun kosta um þrjátíu milljónir dala, eða tæpa tvo milljarða, að koma upp viðvörunarkerfinu við Indlandshaf og mun alþjóðasamfélagið jafnt sem þjóðirnar við Indlandshaf leggja til féð. Gert er ráð fyrir að slíkur búnaður verði kominn upp á öllum stöðum í heiminum þar sem þörf er á honum um mitt ár 2007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×