Erlent

Ekki hægt að kjósa alls staðar

Það verður ekki hægt að kjósa alls staðar í Írak þann 30. janúar. Þetta sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, í gær. Skiptir þá engu þótt fimmtíu þúsund hermönnum verði bætt við öryggissveitir Íraka fram að kosningunum. Allawi tók ekki fram á hvaða svæðum ekki væri hægt að kjósa en sagði þó aðeins um mjög lítinn hluta landsins að ræða. Einna verst er ástandið nú í nágrenni við borgina Mósúl þar sem súnnítar ráða ríkjum. Leiðtogar þeirra hafa margir hverjir lýst sig andvíga kosningunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×