Erlent

Gríðarmikil aurskriða í Kaliforníu

Gríðarmikil aurskriða féll yfir nokkur hús í suðurhluta Kaliforníufylkis í gær með þeim afleiðingum að tveir létust og að minnsta kosti tólf slösuðust. Skriðan reif með sér tré og runna og skemmdi á annan tug húsa og fjölda bíla. Björgunarsveitir kemba nú svæðið í leit að fólki sem kann að hafa grafist undir í leðjunni. Mikið óveður hefur verið á svæðinu undanfarna daga og hafa nærri tvö hundruð manns neyðst til þess að yfirgefa heimili sín vegna hættu á frekari aurskriðum. Alls hafa tíu manns látist í Kaliforníu undanfarna viku vegna óveðurs og flóða. Í Ohio hefur líka verið mikið óveður undanfarna daga og þar hafa ár flætt yfir bakka sína og eins hefur víða verið rafmagnslaust vegna veðurhamsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×