Erlent

Bretunum sleppt frá Guantanamo

Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi fá því í dag að ákveðið hefði verið að sleppa fljótlega síðustu fjórum Bretunum, og einum Ástrala, sem verið hafa í haldi í hinu alræmda fangelsi í Guantanamo á Kúbu. Mennirnir hafa verið í haldi vegna gruns um aðild að hryðjuverkjum en það er loks nú, eftir margra mánaða samningaþóf, sem þeim verður sleppt. Bresk stjórnvöld hafa haldið því fram að réttarhöld sem vofðu yfir föngunum fyrir herrétti stæðust ekki alþjóðalög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×