Erlent

Rasmussen hyggst boða til kosninga

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hyggst boðað til kosninga í næsta mánuði eða níu mánuðum á undan áæltun. Rasmussen mun vilja nýta þann meðbyr sem skoðanakannanir sýna að flokkur hans, Venstre, hafi nú. Kosningar voru ekki ráðgerðar fyrr en í nóvember á þessu ári en til stendur að gera gagngerar og umdeildar breytingar á stjórnkerfi Danmerkur í vor, sem meðal annars hafa í för með sér að störfum fjölda opinberra starfsmanna verður teflt í tvísýnu. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters og er haft eftir ónafngreindum ráðherra í ríkisstjórn Rasmussens. Ráðherrann segist búast við að Rasmussen tilkynni fyrirætlanir sínar um kosningar þann 8. febrúar í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×