Erlent

Verstu skógareldar í tvo áratugi

Níu hafa látið lífið og sex er saknað í kjölfar verstu skógarelda sem geisað hafa í Ástralíu síðustu tuttugu árin. Átta fórnarlambanna létust þegar kviknaði í bílum sem þau reyndu að flýja í. Tvö börn, tveggja og fjögurra ára, eru yngst þeirra sem hafa látist af völdum skógareldanna. Skógareldarnir hafa brunnið á 145 þúsund hektara svæði á ræktuðu svæði á Eyreskaga í Suður-Ástralíu. Eldarnir brutust út á mánudag í kjölfar mikillar hitastækju þar sem hitinn hefur mælst yfir 44 gráðum á Celsius.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×