Erlent

Abbas réttir sáttarhönd

Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínu, hefur þegar lýst því yfir að hann vilji rétta Ísraelsmönnum sáttarhönd og hefja friðarviðræður á nýjan leik. Abbas hlaut ríflega 62% talinna atkvæða í kosningunum sem fram fóru á sunnudaginn og þóttu takast mjög vel með tilliti til þess sem á undan er gengið. Bush Bandaríkjaforseti hefur boðið Abbas að koma í Hvíta húsið til viðræðna, nokkuð sem Jassir sáluga Arafat var aldrei boðið. Hjá Ariel Sharon kveður hins vegar við sama tón og segir hann allar hugsanlegar umleitanir til friðar byggjast á því að Abbas taki hart á uppreisnarmönnum í Palestínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×