Erlent

Búist við að ísjakar skelli saman

Útlit er fyrir að tveir risastórir borgarísjakar rekist hvor á annan  við suðurskautið á næstu dögum. Enginn veit með vissu hvað þá gerist. Annar borgarísjakinn, sem gengur undir nafninu B-15A, er stærsti ísjaki sem nokkru sinni hefur verið mældur. Hann er um 160 kílókmetrar að lengd, 35 kílómetrar á breidd og vegur líklega nokkrar milljónir tonna. Borgarísjakinn sem hann stefnir á heitir Drygalski-ístungan og er litlu minni. Ef þessir tveir risar rekast saman má búast við miklum gauragangi. Dean Peterson, rannsóknarstjóri sem fylgist með jökunum, segir óljóst hvað muni gerast þegar jakarnir rekist hvor á annan. Hann telji að ístungan brotni af og Drygalski-ísjakinn haldi í norður. Ef borgarísjakarnir brotna mikið má búast við miklum flóðbylgjum og sprengingum. Ekki eru líkur á að þær valdi neinu tjóni á byggðu bóli en þetta verður stórkostlegt sjónarspil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×