Erlent

Aðallega þörf á peningum

Enginn skortur er á hjálpargögnum eða hjálparstarfsmönnum á hamfarasvæðunum á Indónesíu. Fyrst og fremst er þörf á peningum til framtíðaruppbyggingar á hamfarasvæðunum segir Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins. Ómar er staddur á hamfarasvæðunum í Indónesíu. Hann hefur starfað víða fyrir Rauða krossinn en segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt áður. Á mjög mörgum stöðum sé svakalegt ástand og nánast ólýsanlegt en á sama tíma sé hjálparstarfið komið í fullan gang á ýmsum stöðum. Birgðir og hjálp berst til allra sem á þurfa að halda. Sumir sem flúið hafa upp til fjalla og þora ekki að koma niður svífa yfirleitt að þegar sjá einhverja hjálparstarfsemi.  Ómar segir að samgöngur hafi hamlað því að hjálp berist hratt en enginn skortur sé á hjálpargögnum eða hjálparstarfsmönnum. Það sem fari að vanta séu einfaldlega peningar til að byggja upp svæðin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×