„Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2025 20:51 Aðstæður í tengslum við vegaframkvæmdir geta skapað hættu fyrir bifhjólafólk. Vísir/Vilhelm Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Málefni bifhjólafólks hafa verið í umræðunni síðustu vikur í tengslum við frumvarp um álagningu kílómetragjalds en öryggismál bifhjólafólks sömuleiðis. Í byrjun sumars vakti athygli myndband sem sýndi bifhjólamann renna á vegamerkingu í Reykjavík og í vikunni lést ökumaður bifhjóls í slysi á Miklubraut. Kristrún Tryggvadóttir bifhjólakona segir að svo virðist sem ekki sé tekið nægilega mikið tillit til bifhjólafólks í vegakerfinu og í umgengni við það, ýmislegt geti skapað hættu. „Vegrið, kantar, staurar og ef það verður fall af bifhjóli þá er það sem tekur við okkur eftir það. Hvort það eru aðrir í umferðinni eða vegakerfið,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. „Við höfum áhyggjur af þessu“ Bifhjólafólk hefur unnið leiðbeiningar fyrir framkvæmdaaðila en Kristrún efast um hve mikið þær eru nýttar. „Við myndum vilja sjá mikla bót þar á og erum orðin langþreytt á það eru boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp og það á að gera eitthvað en svo bara líða árin og ekkert gerist.“ Kristrún segir of algengt að lausamöl berist á vegi, hún geri veginn flughálan. Vegamerkingar og nýtt malbik geti einnig skapað hættu. Hún segir bifhjólafólk vita að engum gangi illt til en segir að vegakerfið eigi að vera hægt að hanna með tilliti til bifhjólafólks. „Við viljum bara fá þessa rödd að hún heyrist, að við höfum áhyggjur af þessu og við viljum vinna með fólki til að bæta þetta.“ Bifhjól Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Vegagerð Tengdar fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Málefni bifhjólafólks hafa verið í umræðunni síðustu vikur í tengslum við frumvarp um álagningu kílómetragjalds en öryggismál bifhjólafólks sömuleiðis. Í byrjun sumars vakti athygli myndband sem sýndi bifhjólamann renna á vegamerkingu í Reykjavík og í vikunni lést ökumaður bifhjóls í slysi á Miklubraut. Kristrún Tryggvadóttir bifhjólakona segir að svo virðist sem ekki sé tekið nægilega mikið tillit til bifhjólafólks í vegakerfinu og í umgengni við það, ýmislegt geti skapað hættu. „Vegrið, kantar, staurar og ef það verður fall af bifhjóli þá er það sem tekur við okkur eftir það. Hvort það eru aðrir í umferðinni eða vegakerfið,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. „Við höfum áhyggjur af þessu“ Bifhjólafólk hefur unnið leiðbeiningar fyrir framkvæmdaaðila en Kristrún efast um hve mikið þær eru nýttar. „Við myndum vilja sjá mikla bót þar á og erum orðin langþreytt á það eru boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp og það á að gera eitthvað en svo bara líða árin og ekkert gerist.“ Kristrún segir of algengt að lausamöl berist á vegi, hún geri veginn flughálan. Vegamerkingar og nýtt malbik geti einnig skapað hættu. Hún segir bifhjólafólk vita að engum gangi illt til en segir að vegakerfið eigi að vera hægt að hanna með tilliti til bifhjólafólks. „Við viljum bara fá þessa rödd að hún heyrist, að við höfum áhyggjur af þessu og við viljum vinna með fólki til að bæta þetta.“
Bifhjól Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Vegagerð Tengdar fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19