Fleiri fréttir

Látinna Svía minnst

Svíar halda í dag minningarathöfn um þá sem létust í kjölfar hamfaranna í Asíu á annan dag jóla. Athöfnin verður haldin í ráðhúsinu í Stokkhólmi klukkan tíu að íslenskum tíma og þar verður konungsfjölskyldan sænska og flestir ráðamenn landsins.

Aðstoðarlögreglustjóri myrtur

Aðstoðarmaður lögreglustjórans í Bagdad var myrtur fyrir utan heimili sitt í morgun. Skæruliðar sátu fyrir manninum og syni hans og skutu þá báða til bana.

Þyrla hrapaði á flóðasvæðunum

Bandarísk þyrla með hjálpargögn hrapaði í námunda við flugvöll í Aceh-héraði í Indónesíu í nótt. Tíu manns voru um borð í þyrlunni og sluppu þeir allir með lítilsháttar meiðsli. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði til jarðar en engar vísbendingar eru um að skotið hafi verið að henni að sögn hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum.

Engar reykingar á almenningsstöðum

Frá og með deginum í dag geta Ítalir ekki lengur reykt á kaffihúsum eða öðrum almenningsstöðum. Mörgum hugnast hreint ekki reykingabannið sem gengur í gildi í dag og hefur fjöldi kaffihúsaeigenda hótað því að aðhafast ekkert ef að gestir kveikja sér í vindlingum með kaffibollanum.

Nýtt ferli í Miðausturlöndum

Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, segir að sigur Mahmoud Abbas í forsetakosningunum í Palestínu upphafið að nýju ferli í Miðausturlöndum. Útgönguspár benda til þess að Abbas hafi hlotið ríflega tvo þriðju hluta talinna atkvæða.

200 þúsund heimili enn án rafmagns

Rúmlega 200 þúsund heimili í Svíþjóð eru enn án rafmagns eftir ofsveðrið sem gekk yfir landið sunnanvert um helgina. Þá eru tæplega fjörutíu þúsund dönsk heimili enn án rafmagns. Óveðrið er það versta sem gengið hefur yfir svæðið síðustu þrjátíu og fimm árin og létust að minnsta kosti ellefu manns sökum þess.

Powell smeykur um framtíð Íraks

Colin Powell segist smeykur um framtíð Íraks að afloknum kosningum sem fara eiga fram í landinu þann þrítugasta þessa mánaðar. Utanríkisráðherrann fráfarandi segir þó nauðsynlegt að kosningarnar fari fram á tilsettum tíma, enda komi það ekki til álita að bráðabirgðastjórnin verði við völd áfram.

Sýnilegur árangur hjálparstarfsins

Minningarathöfn stendur yfir í Stokkhólmi um þá sem létust í hamförunum í Asíu. Hjálparstarf er farið að bera sýnilegan árangur á hamfarasvæðunum og íbúar reyna hvað þeir geta að taka upp eðlilega lífshætti. 

Breskum hermönnum í Írak fjölgað

Bretar ætla að senda 400 hermenn í viðbót til Íraks vegna kosninganna þar þann 30. janúar næstkomandi. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Sömuleiðis hefur Leónid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, ákveðið að hætta við að kalla herlið landsins heim frá Írak eins og fyrirhugað var.

Konungur hvetur til samstöðu

Karl Gústaf Svíakonungur hvatti landsmenn til að þjappa sér saman eftir hörmungarnar í Asíu í ávarpi sem var útvarpað og sjónvarpað beint í gær. "Okkur verður hugsað til allra þeirra sem standa okkur nærri og okkur þykir vænt um, en er ekki lengur á meðal okkar," sagði konungurinn.

Kæru Janúkovitsj vísað frá

Hæstiréttur Úkraínu vísaði í gær frá fjórum kærum Viktors Janúkovitsj, fyrrum forsætisráðherra, þar sem hann krafðist þess að seinni umferð forsetakosninganna yrði dæmd ógild. Talsmaður dómstólsins sagði að kærunum hefði verið vísað frá á grundvelli formgalla og að Janúkovitsj myndi leggja fram nýjar kærur.

Hundruð þúsunda án rafmagns

Nærri helmingur Letta og um nokkur hundruð þúsund Norðurlandabúar bjuggu við rafmagnsleysi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir svæðið um helgina og kostaði ellefu manns lífið.

Erfið verkefni liggja fyrir Abbas

Mahmoud Abbas vann yfirburðasigur í palestínsku forsetakosningunum. Nú liggur fyrir honum að semja frið við Ísraela og fá palestínska vígamenn til að láta af ofbeldi gegn Ísraelum. Kjöri hans var fagnað innanlands og utan. </font /></b />

Börn sneru loks aftur í skóla

Börn sneru aftur í skóla sína í Acehhéraði á indónesísku eyjunni Súmötru í gær, í fyrsta sinn frá náttúruhamförunum á annan dag jóla. Sums staðar, svo sem í Aceh Besar bættist fjöldi barna frá þeim svæðum sem verst urðu úti í hóp þeirra sem fyrir voru, annars staðar vantaði marga nemendur.

Fangabúðirnar í Guantanamo 3 ára

Þrátt fyrir að fá verk Bandaríkjastjórnar hafi mætt jafn harðri gagnrýni og fangabúðirnar sem komið var upp í Guantanamo fyrir þremur árum virðist sem þær standi til frambúðar. Uppi eru áform um að byggja þar fangelsi fyrir andvirði 1.600 milljóna króna og geðdeild fyrir rúmar hundrað milljónir króna.

Taka upp eðlilega lífshætti

Íbúar á hamfarasvæðunum í Asíu reyna hvað þeir geta að taka upp eðlilega lífshætti. Mest áhersla hefur verið lögð á það á þeim svæðum sem urðu verst úti að líf barna verði sem fyrst því sem næst eðlilegt á ný. Hjálparstarf er farið að bera sýnilegan árangur.

Staða Abbas fallvölt

Staða Mahmouds Abbas, nýkjörins forseta Palestínu, þykir fallvölt en hans bíður afar erfitt verkefni að halda aftur af hryðjuverkahópum svo hægt verði að ganga til friðarsamninga við Ísraelsmenn. Abbas er raunsær hófsemdarmaður og telja margir að kosning hans marki þáttaskil í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Átti fótum fjör að launa

Johan Svensson, forstjóri Íslenska járnblendifélagsins, átti fótum sínum fjör að launa þegar hann lenti í flóðbylgjunni í Taílandi. Hann segist breyttur maður eftir þá reynslu.

Stefnir í góða kosningaþátttöku

Palestínumenn ganga að kjörborði í dag til að kjósa eftirmann Jassirs Arafats í embætti forseta. Flest bendir til þess að Mahmoud Abbas verði fyrir valinu en hann hefur lofað að hleypa lífi í friðarsamningana við Ísraelsstjórn.

Tamíl-tígrar æfir út í stjórnvöld

Tamíl-tígrar á Srí Lanka eru æfir vegna þess að ríkisstjórn landsins neitaði Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um leyfi til að heimsækja landssvæði Tígranna þegar hann var á ferð um Srí Lanka.

Fjórir drepnir í Sádi-Arabíu

Sádiarabískar öryggissveitir skutu fjóra menn til bana í bardaga nærri borginn Riyadh í morgun. Samkvæmt innanríkisráðuneyti landsins neituðu mennirnir, sem taldir eru vera félagar í al-Qaida, að gefast upp og skutu á öryggissveitarmenn sem svöruðu í sömu mynt með fyrrgreindum afleiðingum.

Enn sagðir týndir á hamfaraslóðum

Ellefu Íslendingar eru enn sagðir týndir á hamfarasvæðunum við Indlandshaf í öllum fréttaskeytum Reuters-fréttastofunnar þrátt fyrir að tæp vika sé síðan vitað var um ferðir flestra þeirra.

Níu létust í Danmörku og Svíþjóð

Að minnsta kosti 9 manns fórust í óveðri sem gekk yfir Danmörku og hluta Svíþjóðar í gær. Rafmagn fór af tæplega fimm hundruð þúsund heimilum í löndunum tveimur.

Vel fylgst með kosningum

Palestínumenn ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa eftirmann Jassirs Arafats í embætti forseta. Vel er fylgst með framgangi kosninganna og átta hundruð erlendir kosningaeftirlitsmenn eru á svæðinu. Ýmis ljón eru þó í veginum.

Fleiri látnir í óveðrinu

Tala látinna í óveðrinu sem gekk yfir Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar í gær er nú komin upp í ellefu. Sjö létust í Svíþjóð og fjórir í Danmörku, flestir eftir að tré féllu á bíla þeirra. Á Bretlandseyjum, þar sem óveðrið fór líka yfir, létust þrír og tveggja er saknað.

Átta létust í sprengingu í Írak

Sjö úkraínskir hermenn og einn Kasaki létust í Wasit-hérað í Írak í dag þegar sprengja, sem þeir hugðust aftengja, sprakk. Þá særðust ellefu hermenn í sprengingunni, sjö Úkraínumenn og fjórir Kasakar, en verið var að flytja sprengjuna á öruggan stað þegar atviki varð.

Kjörfundur framlengdur um tvo tíma

Yfirkjörstjórn í Palestínu hefur ákveðið að framlengja kjörfund í forsetakosningunum um tvær klukkustundir, eða til sjö í kvöld að íslenskum tíma. Þetta er gert vegna þess að einhverjir Palestínumenn hafa verið stöðvaðir við eftirlitsstöðvar Ísraelshers á leið sinni á kjörstað.

Matar- og vatnsskortur yfirvofandi

Löggjafinn á hinum afskekktu Andaman- og Níkóbareyjum í Indlandshafi, sem urðu illa úti í flóðbylgjunni annan dag jóla, segir að eftirlifendur á eyjunum séu verða uppiskroppa með mat og vatn. Hann fer fram á að flutningi á hjálpargögnum verði hraðað eins og kostur er, ella muni enn fleiri falla í valinn á eyjunum.

Neita að framfylgja reykingabanni

Eigendur veitingahúsa og kráa á Ítalíu neita að framfylgja reykingabanni sem tekur gildi á morgun. Banninu, sem upphaflega átti að taka gildi um áramót, var frestað um nokkra daga svo ítalskir reykingamenn gætu fagnað nýju ári á krám og veitingahúsum.

Blair og Brown deila

Hatrammar deilur forsætis- og fjármálaráðherra Bretlands hafa blossað upp að nýju. Í ljós hefur komið að stuðningsmenn Tonys Blairs gera ekki ráð fyrir Gordon Brown í kosningabaráttu Verkamannaflokksins fyrir þingkosningarnar í vor.

Endi bundinn á borgarastyrjöldina

Endi var bundinn á lengstu borgarastyrjöld í Afríku í dag þegar ríkisstjórn Súdans skrifaði undir friðarsamning við uppreisnarmenn í landinu. Styrjöld á milli múslíma í norðurhluta Súdans og kristinna manna í suðurhluta landsins hefur geisað í tuttugu ár og er talið að ein og hálf milljón manna hafi látið lífið.

Einn sjómaður lét lífið

Sjómaður lét lífið þegar bandarískur kjarnorkukafbátur strandaði suður af kyrrahafseyjunni Gvam á laugardaginn.

Þrír látnir og tveggja saknað

Þrír eru látnir og tveggja er saknað eftir fárviðri í Norður-Englandi. Áin Eden flæddi út fyrir bakka sína og orsakaði flóð í borginni.

Óveður veldur usla í Norður-Evrópu

Óveður hefur geisað víða um heim síðasta sólarhring. Að minnsta kosti ellefu eru látnir í Svíþjóð og Danmörku og þrír á Bretlandseyjum.

Kosningarnar hafa gengið vel

Forsetakosningarnar í Palestínu voru framlengdar um tvær klukkustundir nú síðdegis, meðal annars vegna þess að kosningaþátttaka er meiri en búist var við. Þrátt fyrir ýmis konar vandkvæði virðast flestir á þeirri skoðun að kosningarnar hafi gengið vel fyrir sig.

Myndband sýnir ógnarkraft flóðsins

Myndband sem sýnir þegar flóðbylgjan á annan dag jóla skellur á Aceh-hérað í Indónesíu sýnir vel þvílíkir ógnarkraftar voru að verki. Jarðskjálftinn sem reið yfir á undan olli líka miklu tjóni í héraðinu.

Áfangi í lýðræðisþróun

"Verði niðurstöðurnar á þessa leið eru úrslitin í samræmi við skoðanakannanir," sagði Ögmundur Jónasson, alþingismaður, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi.

Sögulegur samningur í Súdan

Súdönsk stjórnvöld hafa undirritað viðfangsmikla friðarsamninga við leiðtoga uppreisnarmanna í Suður-Súdan. Samningarnir binda enda á lengsta borgarastríð Afríku.

230 fangar látnir lausir

Bandaríski herinn sleppti í gær 230 íröskum föngum sem höfðu verið í haldi í fangelsinu Abu Ghraib.

Hermenn skutu óbreytta borgara

Bandaríski herinn skaut tvo íraska lögreglumenn og tvo almenna borgara til bana fyrir mistök á laugardaginn. Fyrir nokkrum dögum létust fimm borgarar þegar herinn sprengdi hús í borginni Mosul.

Friðargæsluliðar drepnir

Tveir menn létust og tveir særðust í sprengjuárásum Hezbollah-skæruliða í Líbanon við landamæri Ísraels.

Erfitt að bera kennsl á líkin

Lík fórnarlamba flóðbylgjunnar í Asíu eru mörg svo illa farin vegna rotnunar að erfitt er að bera kennsl á þau. Vegna þessa segjast yfirvöld í Taílandi ekki geta borið á kennsl á meira en tvö þúsund lík.

Yfirburðarsigur Abbas

Mahmoud Abbas er nýr forseti Palestínu. Hann ætlar endurvekja friðarviðræðurnar við Ísraela eins fljótt og auðið er. Það eru erfiðir tímar framundan sagði Abbas. </font /></b />

439 erlendir ríkisborgarar látnir

Staðfest er að 439 erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra ríflega 150 þúsund manns sem talið er að hafi látist. Enn er nokkur þúsund erlendra ríkisborgara saknað þannig að líklegt er að mun fleiri hafi látist.

Hjálparstarf gengur misjafnlega

Talið er að í dag takist að koma neyðarhjálpargögnum til síðustu fórnarlamba flóðbylgjunnar á Srí Lanka, sem ekki hefur náðst til til þessa. Annars staðar, einkum á Indónesíu, er ástandið enn víða mjög slæmt.

Sjá næstu 50 fréttir