Erlent

Fimm létust í átökum

Fimm létu lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna í gær, þeim fyrstu eftir kjör Mahmoud Abbas sem eftirmanns Jassers Arafats. Ísraelskar hersveitir umkringdu hús í Ramallah-flóttamannabúðunum á Gaza í gær og réðust til inngöngu gegn tveimur palestínskum vígamönnum sem voru þar fyrir. Því lauk með því að báðir Palestínumennirnir lágu í valnum. Ísraelskur landtökumaður og tveir palestínskir vígamenn létust í árás Palestínumannanna nærri ísraelskri landnemabyggð á Gaza síðar í gær. Vígamennirnir sprengdu sprengju en voru síðan skotnir af ísraelskum hermönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×