Erlent

Litlu þorpin verða útundan

Mikil áhersla er lögð á að koma ferðamannastöðum á Taílandi í samt lag sem fyrst. Í litlu þorpunum í kring, þar sem engir ferðamenn koma, vinna íbúarnir hins vegar þrekvirki upp á eigin spýtur við að endurreisa þorp sín með lítilli hjálp þar sem hún beinist öll að vinsælu fjölförnu stöðunum. Stjórnvöld í Indónesíu hafa bannað hjálparstarfsmönnum að fara inn á nokkur svæði sem urðu illa úti í hamförunum sem seinkar því að hjálp berist. Í Aceh-héraði hefur staðið yfir blóðug barátta stjórnarhersins og sjálfstæðissinna. Herinn segist ekki geta tryggt öryggi fólksins. Heimagerðir geisladiskar með lifandi myndum af flóðbylgjunum seljast eins og heitar lummur á svörtum markaði í Taílandi. Myndirnar sýna neyð fólks á Phuket þegar bylgjurnar ríða yfir. Sölumennskan hefur vakið hörð viðbrögð og gagnrýnt er að fólk hagnist á þessum miklu hörmungum. Þrátt fyrir vanþóknunina seljast myndirnar í bílförmum fyrir 300 krónur stykkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×