Erlent

Metútgjöld til heilbrigðismála

Bandaríkjamenn hafa aldrei varið hærra hlutfalli af þjóðartekjum í heilbrigðismál en árið 2003. Alls vörðu þeir 1,7 billjónum dollara, andvirði um 108 billjóna (með tólf núllum) króna. Þetta nemur 15,3 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna og er það í fyrsta skipti sem útgjöld til heilbrigðismála fara yfir fimmtán prósent af vergri þjóðarframleiðslu. Dagblaðið New York Times greinir frá þessu í gær, en þar kemur jafnframt fram að dregið hefur úr útgjaldaaukningu til heilbrigðismála þrátt fyrir að hún sé meiri en vöxtur efnahagslífsins í heild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×