Erlent

Varað við aðgerðum uppreisnarmanna

Ríkisstjórn Indónesíu hefur ítrekað viðvaranir sínar um að hjálparstarfsmenn á Ache-héraði kunni að vera í hættu vegna aðgerða uppreisnarmanna. Þrátt fyrir að helsti hópur uppreisnarmanna í landinu segist ekki ætla að ráðast á hjálparstarfsmennina hafa þeim eigi að síður borist hótanir undanfarna daga. Átök hafa staðið í áratugi á milli stuðningsmanna stjórnvalda í höfuðborginni Djakarta og uppreisnarmanna sem berjast fyrir sjálfstæði Súmötru. Þúsundir manna hafa týnt lífi í þeim átökum. Nú er óttast að hjálparstarfsmenn kunni að verða á milli í átökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×