Erlent

Best að treysta á heimamenn

Ríki og samtök sem leggja fram fé til neyðarhjálpar í Asíu í kjölfar náttúruhamfaranna þar ættu frekar að verja því í vel þjálfaðar sveitir heimamanna en að senda erlendar hjálparsveitir á vettvang. Þetta sögðu talsmenn Rauða krossins í gær og sögðu að vel þjálfaðir heimamenn væru betur til þess fallnir að bjarga lífum en aðkomumenn. "Við urðum vitni að því í löndunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni að sjálfboðaliðar voru þegar á fyrstu mínútunum komnir nágrönnum sínum til hjálpar eftir að flóðbylgjan reið yfir," sagði Susan Johnson, aðgerðastjóri Alþjóða Rauða krossins. "Það er nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnir heims og aðra þá sem leggja fram fé að gera sér grein fyrir þörfinni á að leggja fé í uppbyggingu viðbúnaðar samfélaganna ef þeir vilja í raun og veru milda áfallið," sagði hún. Johnson sagði að flóðbylgjan hefði sýnt fram á hversu erfitt væri að koma hjálparsveitum á milli landa, ekki væri aðeins við eyðileggingu að eiga heldur einnig tólf ólíkar ríkisstjórnir og tólf tollayfirvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×