Erlent

Forsetinn brást þjóð sinni

Levy Mwanawasa, forseti Afríkuríkisins Sambíu, sagðist í viðtali við BBC hafa brugðist þjóð sinni. Hann ætlar þó ekki að segja af sér. "Því miður gerðu Sambíumenn mistök með því að kjósa mig forseta, þeir sitja uppi með mig," sagði hann í viðtalinu. Mwanawasa hét því í kosningabaráttu sinni að berjast gegn fátækt. "Það hefur reynst ómögulegt að draga úr fátækt og mér þykir það leitt," sagði Mwanawasa og bætti því við að það væri eitt af því sem hann hefði brugðist þjóð sinni í. Hann sagðist þó ætla að vinna að því að bæta hag almennings fram að kosningum á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×