Erlent

Helftin sátt við Bush

Naumur meirihluti Bandaríkjamanna er sáttur við frammistöðu George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir CNN og dagblaðið USA Today. 52 prósent eru ánægð með frammistöðu hans en 44 prósent óánægð. Svarendur lýstu mestri ánægju með hvernig hann hefði brugðist við náttúruhamförunum í Asíu (75 prósent ánægð) en minnstri ánægju með áform hans um að breyta almannatryggingakerfinu (41 prósent).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×