Fleiri fréttir

Danir vilja hermennina heim

Meira en helmingur Dana vill að danskir hermenn verði kallaðir heim frá Írak ef kosningar verða ekki haldnar í landinu í janúar. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup sem kynntar voru í gær.

Eiturlyfjahringur upprættur

Tékkneska lögreglan hefur handtekið einn af höfuðpaurum eiturlyfjahrings sem talið er að hafi smyglað hundruð þúsunda e-taflna til Bandaríkjanna.

Samið um lausn gísla

Franska ríkisstjórnin er bjartsýn á að það takist að fá tvo franska blaðamenn, sem rænt var í Írak 20. ágúst, lausa úr haldi.

Hryðjuverkamenn streyma til Íraks

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, óttast að alþjóðlegir hryðjuverkamenn streymi nú til landsins og reyni að spilla friðnum enn frekar.

Dómgreindarskortur Bush

Ákvörðun George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, að ráðast inn í Írak ber vott um dómgreindarskort og getur leitt stríðs sem ekki sér fyrir endann á.

Hótaði að sprengja skóla

Lögregla í litlum bæ í Michigan í Bandaríkjunum hefur handtekið sautján ára pilt sem hótaði því á Netinu að hann ætlaði að sprengja skólann sem hann er nemandi í.

300 látnir og fer fjölgandi

Óttast er að minnst þrjú hundruð manns hafi farist þegar hitabeltisstormurinn Jeanne reið yfir eyna Haítí í Karíbahafi í gær. Óveðrið olli mestu tjóni við strandbæ í norðvesturhluta landsins en þar urðu flestir vegir eins og beljandi stórfljót.

Fölsuð skjöl um Bush

Skjöl um bága frammistöðu George Bush Bandaríkjaforseta í þjóðvarðliðinu í Texas voru fölsuð. Sjónvarpsstöðin CBS birti fréttaskýringu sem byggðist á skjölunum en hefur nú beðist velvirðingar á mistökunum.

SÞ hóta Súdönum banni

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun þar sem ríkisstjórn Súdans er hótað banni á olíusölu verði ekki þegar í stað gripið inn í atburðarásina í Darfur-héraði. Þar fara arabískir skæruliðar um og hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á svörtum íbúum, að sögn með fulltingi og samþykki stjórnvalda.

11 látast af völdum Jeanne

Ellefu manns fórust þegar fellibylurinn Jeanne reið yfir Dóminíska lýðveldið. Hundruð heimila eyðilögðust og þúsundir urðu að flýja veðurofsann. Jeanne stefnir nú hraðbyri yfir suðausturhluta Bahama-eyja. Annar öflugur stormur, sem hlotið hefur nafnið Karl, dýpkar nú úti á Atlantshafinu og stefnir í kjölfar Jeanne og Ívans.

Skæruliði skotinn á Gasa

Ísraelskir hermenn skutu palestínskan skæruliða á Gasa-ströndinni í morgun. Talsmenn Hamas-samtakanna fullyrtu þetta, en talsmenn Ísraelshers gátu ekki staðfest atvikið. Þeir sögðu þó að skotið hefði verið á hóp Palestínumanna sem reynt hefðu að koma fyrir sprengju nærri eftirlitsstöð á mörkum Gasa-strandarinnar og Ísraels.

Zemin hættir með herinn

Jiang Zemin hætti í morgun sem yfirmaður kínverska hersins, en það er síðasta staðan sem hann gegndi innan kínverska kommúnistaflokksins. Leiðtogi flokksins, Hu Jintao, tekur við embættinu. Allsherjarfundur miðstjórnar kommúnistaflokksins stendur nú í Peking, og þar var gengið formlega frá því að Hu yrði æðsti og valdamesti maður flokksins.

Allawi til Bretlands

Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, er kominn til Bretlands til viðræðna við Tony Blair, í kjölfar einnar blóðugustu viku Íraks síðan valdaskipti áttu sér stað í landinu. Meðal þess sem rætt verður er staða breska gíslins Kenneth Bigley, sem mannræningjar í Baghdad halda föngnum ásamt tveim Bandaríkjamönnum.

Kosningar í Írak á næsta ári

Kosningar verða haldnar í Írak í byrjun næsta árs sama hvað tautar og raular, segir Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. Hann er því ósammála Colin Powell og Kofi Annan sem telja skálmöldina í landinu útiloka kosningar eins og stendur.

Breskir hermenn heim

Bretar hafa ákveðið að kalla heim meirihluta hermanna sinna í Írak, þrátt fyrir að ástandið þar fari hríðversnandi.

Einn deyr í bílsprengingu

Einn Írakskur hermaður lést og 3 bandarískir hermenn slösuðust í bílsprengingu í Samarra, norður af Baghdad, nú rétt eftir hádegið. Þá slösuðust einnig þrír Írakar í árásinni.

Togstreita Tyrkja og ESB

Mikil togstreita er nú milli forsvarsmanna Evrópusambandsins og yfirvalda í Tyrklandi vegna hugmynda um aðild Tyrkja að sambandinu. Tyrkir stefna leynt og ljóst að því að hefja aðildarviðræður á allra næstu árum og forsætisráðherra landsins sagði í gær að Tyrkir uppfylltu nú öll skilyrði til að geta hafið aðildarviðræður.

Hægri sigur í A-Þýskalandi?

Búist er við að hægri öfl vinni stórsigur í sambandslandskosningum í Brandenburg og Saxlandi í fyrrverandi Austur-Þýskalandi í dag. Búist er við að Sósíaldemókrataflokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands tapi stórt, enda óánægja kjósenda með endurbætur á velferðarkerfinu og vaxandi atvinnuleysi mikil. 

10 mönnum rænt í Írak

10 starfsmönnum tyrknesk-bandarísks fyrirtækis var rænt í Írak í gær. Þetta staðfesti sendiráð Tyrklands í Baghdad fyrir skömmu. Mannræningjarnir hóta að drepa starfsmennina 10 hætti fyrirtæki þeirra ekki starfsemi sinni í Írak innan þriggja daga.

Einn dagur eftir?

Bretinn og Bandaríkjamennirnir tveir sem mannræningjar í Írak hafa í haldi eiga nú aðeins einn sólarhring ólifaðan, verði ekki öllum kvenföngum í Írak sleppt. Hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al Zarqawi sagði í gær að mennirnir yrðu líflátnir innan tveggja sólarhringa ef ekki yrði farið að kröfum hans um frelsun kvenfanganna.

Enn hótað í Írak

Hópur Íslamskra öfgamanna hefur hótað að drepa 15 írakska gísla ef stjórnvöld sleppa ekki aðstoðarmanni Moqtada Al Sadrs, sem þau hafa í haldi. Á myndbandi sem Al Jazeera sjónvarpsstöðin birti í dag sést hvar grímuklæddir menn standa á bak við hóp gíslanna með byssur í hendi.

Kosningar verða í Írak

Kosningar verða haldnar í Írak í byrjun næsta árs sama hvað tautar og raular, segir Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. Hann er því ósammála Colin Powell og Kofi Annan sem telja skálmöldina í landinu útiloka kosningar eins og stendur.

Hægriöfgamenn fagna sigri

Hægriöfgamenn fengu álíka mikið fylgi í fylkisþingskosningunum í Brandenborg og jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröder kanslara. Báðir flokkarnir fengu á milli níu og tíu prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Gangi þær spár eftir hafa jafnaðarmenn beðið sinn versta ósigur í sögunni.

Gerir bara illt verra

"Við teljum að samþykktin sendi uppreisnarmönnum röng skilaboð," sagði Mutrif Sideeq, utanríkisráðherra Súdans, þegar hann gagnrýndi hótun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að beita Súdana refsiaðgerðum ef stjórnvöld kæmu ekki í veg fyrir árásir arabískra vígahópa á blökkumenn í Darfur-héraði.

Kosningar eru áfall fyrir vígamenn

Ayad Allawi, forsætisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni, sagði ekki annað koma til greina en að halda kosningar fyrir lok janúar eins og stefnt hefur verið að. Hann sagði að kosningarnar yrðu mikið áfall fyrir þá sem hafa staðið að baki árásum í Írak undanfarið til að grafa undan bráðabirgðastjórninni.

Tugum barna rænt í Írak

Bandaríkjaher og írska lögreglan ætla að reyna að ráða niðurlögum glæpasamtaka sem hafa sérhæft sig í að ræna börnum í borginni Kirkuk og nágrenni hennar.<font face="Helv"></font>

Valdaskipti í Kína

Jiang Zemin, fyrrum forseti Kína, hefur látið af síðasta stóra embættinu sem hann gegndi í kínverskum stjórnmálum. Hann sagði af sér formennsku í yfirstjórn kínverska hersins á fundi miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Við því embætti tekur eftirmaður hans á forsetastóli, Hu Jintao.

Tugir létust á Haítí

29 manns létu lífið þegar fellibylurinn Jeanne gekk yfir Dóminíska lýðveldið. Fyrir höfðu níu manns látið lífið af völdum fellibylsins, sem kemur í kjölfarið á fellibylnum Ívan sem hefur kostað hátt í hundrað manns á Karíbahafseyjum og í Bandaríkjunum lífið.

Valdaskipti í Kína

Kynslóðaskipti urðu í Kína í dag, þegar Jiang Zemin hvarf af pólitíska sjónarsviðinu og Ho Jintao, tók formlega við sem valdamesti maður Kína. Þó að báðir séu þeir erfðaprinsar Dengs Sjáopíngs eru þeir ólíkir og valdaskiptin hafa áhrif víða.

Barin vegna uppruna síns

Um fimmtíu manna hópur ungra Moskvubúa gekk í skrokk á fjórum Kákasusbúum á lestarstöð í Moskvu. Vegfarendur sem urðu vitni að árásinni segja árásarmennina hafa öskrað: "Þetta fáið þið fyrir hryðjuverkaárásirnar."

Íranar láta ekki skipa sér fyrir

Íranar segja kröfu Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar um að þeir hætti að auðga úran vera marklaust hjal. Íranar segja kröfuna ólöglega en útiloka þó ekki að þeir kunni að hefja viðræður við stofnunina um kjarnorkuáætlun sína.

Hægriflokkarnir í meirihluta

Sænska stjórnarandstæðan mælist nú í fyrsta skipti í sjö ár með meira fylgi en stjórnarflokkarnir. Samkvæmt könnun sem birtist í Svenska Dagbladet njóta hægriflokkarnir stuðnings 49,3 prósenta kjósenda samanlagt en vinstriflokkarnir fengju 46,5 prósent atkvæða ef kosið væri nú.

Fimmtíu féllu í tveimur árásum

Um fimmtíu manns létu lífið í Írak í gær. Meirihluti fólksins féll þegar bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á hús í Falluja þar sem yfirstjórn Bandaríkjahers í Írak sagði vígamenn hafast við. Konur og börn voru þó nær helmingur þeirra sem féllu þar. Þá féllu fimm í sprengjutilræði sem var gert í Bagdad.

Saddam vildi hefja framleiðlsu

Eins og hálfs árs leit Bandaríkjamanna að gereyðingarvopnum í Írak hefur engan árangur borið, hins vegar hafa fundist vísbendingar um að Saddam Hussein hafi haldið í vonina um að hefja á ný þróun og framleiðslu slíkra vopna þegar fram liðu stundir.

Ekkert þokast á N-Írlandi

Friðarviðræður á Norður-Írlandi þokast ekkert, þrátt fyrir mikinn vilja þjóðarleiðtoganna Tonys Blairs og Berties Ahern, en þeir leiða viðræðurnar. Þeir hafa sett sér það markmið að ná samkomulagi fyrir hádegi, og vilja að írski lýðveldisherinn leggi niður vopn í von um að þannig megi bjarga samstjórn mótmælenda og kaþólikka.

Pútín ósáttur

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sakar Vesturlönd um að vera eftirlát við hryðjuverkamenn, og full af hræsni. Orð hans eru túlkuð sem lítt dulbúin gagnrýni að kröfur vestrænna stjórnmálaleiðtoga þess efnis, að Rússar setjist að samningaborði með tsjetsjenskum uppreisnarmönnum.

Köhn neitað að predika

Rosmarie Köhn, fyrsta kvenbiskup Norðmanna, hefur verið neitað um að tala í kirkju í bænum Hareide á Sunnmæri. Henni var boðið að taka þátt í menningarhátíð sem kennd er við bæinn og en þegar kom að því að tala í kirkjunni sagð prestur staðarins einfaldlega nei.

23 deyja í Írak

Sjálfsmorðsárás kostaði 23 menn lífið fyrir utan höfuðstöðvar írakska þjóðvarðliðsins í borginni Kirkúk í morgun. 53 særðust og eru sumir þeirra þungt haldnir. Árásarmaðurinn ók bíl sínum upp að bakdyrum höfuðstöðvanna og sprengdi sig þar í loft upp.

23 dóu af völdum Ivans

Fjöldi látinna af völdum fellibylsins Ívan í Bandaríkjunum er nú kominn upp í 23. Áður hafði Ívan fellt að minnsta kosti sextíu manns á yfirreið sinni yfir Karíbahafið. Skemmdir af völdum Ívans í Bandaríkjunum eru taldar einhvers staðar á milli tveggja og tíu milljarða Bandaríkjadala.

Farþegaflug á ný í Írak

Írakska flugfélagið Iraqi Airways hóf í morgun farþegaflug á ný, eftir fjórtán ára hlé. Boeing 737 vél félagsins tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í Amman í Jórdaníu og hélt til Bagdad. Sem stendur ræður félagið yfir einni vél, auk þess sem það á sex gamlar rellur á flugvellinum í Amman, sem eru sagðar nánast ryðgaðar í sundur.

Jóakim er partýdýr

Jóakim Danaprins er partýdýr, samkvæmt því sem sænska dagblaðið Expressen greinir frá. Þar segir að Jóakim sé þekktur á næturklúbbum Kaupmannahafnar, ekki síst fyrir að bregðast illa við þegar hann er beðinn um að borga. Barþjónn á einum af föstum viðkomustöðum Jóakims segir hann hrokafullan og að hann nýti sér óspart að vera konungborinn.

Blair var varaður við vanda í Írak

Tony Blair var varaður við því fyrir stríðið í Írak, að hersveitir yrðu að vera þar árum saman til að tryggja einhvers konar stöðugleika. Sérfræðingar breskra stjórnvalda töldu engar líkur á gereyðingarvopnum í Írak, og að ástæða stríðsáhuga Bandaríkjamanna væri vilji Bush forseta til að ljúka verki föður síns.

Enn ein sjálfsmorðsárásin

Sjálfsmorðsárás kostaði 23 menn lífið fyrir utan höfuðstöðvar írakska þjóðvarðarliðsins í borginni Kirkúk í morgun. Fjöldi fórnarlambanna var enn á táningsaldri. Þetta er þriðja mannskæða árásin á öryggissveitir Íraka í vikunni.

Aukin harka hjá Pútín og Tjetjenum

Sífellt meiri harka færist í málflutning Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna. Rússar íhuga forvarnarstríð, en segja hryðjuverkamennina hafa skilgreint vígvöllinn, sem sé allsstaðar.

Erfitt verk fyrir Ahern og Blair

Tíminn hleypur frá Tony Blair og Bertie Ahern, sem vildu endurvekja friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi fyrir hádegi í dag. Engar líkur eru á að þeim takist ætlunarverk sitt, þar sem mikið ber í milli deilenda.

Sjá næstu 50 fréttir